Segir kærunefnd hafa mat ráðgjafa að engu

Forsætisráðuneytið.
Forsætisráðuneytið. mbl.is/Golli

Mannauðsráðgjafi, sem vann að ráðning­ar­ferli við skip­un í embætti skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, seg­ir að kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála hafi mat emb­ætt­is­manna ráðuneyt­is­ins, um­sagnaraðila um­sækj­enda og ráðgjafa að engu. Kær­u­nefnd­in virðist því móta sín­ar eig­in for­send­ur og úr­sk­urða á þeim grunni án til­lits til gagna og niðurstaðna rann­sókna.

Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri niður­stöðu í gær, að for­sæt­is­ráðuneytið hefði brotið jafn­rétt­is­lög við skip­un í stöðuna.

For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur nú sent til fjöl­miðla grein­ar­gerð, sem Arn­dís Ósk Jóns­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi stjórn­un­ar- og mannauðsráðgjafi, heur gert um málið en hún vann að ráðning­ar­ferl­inu.

Í grein­ar­gerðinni gagn­rýn­ir Arn­dís Ósk harðlega úr­sk­urð kær­u­nefnd­ar­inn­ar og seg­ir nefnd­ina meðal ann­ars hafa kosið að líta al­farið fram­hjá fag­leg­um rök­um og niður­stöðum rann­sókna og telji sig geta metið sjálf­stætt, án rann­sókna, hvers kon­ar reynsla og hvers kon­ar mennt­un henti þeim verk­efn­um sem skrif­stof­an sinn­ir.

Þá nefn­ir Arn­dís Ósk m.a. að hjá eng­um um­sækj­anda um skrif­stofu­stjóra­stöðuna hafi það verið metið hon­um til fram­drátt­ar að hafa búið, starfað eða lært er­lend­is. Kær­u­nefnd­in geri það hins veg­ar í til­felli kær­and­ans og þar af leiðandi á kostnað annarra um­sækj­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert