Síðari umræðu um þingsályktunartillögu um stjórnlagaráð lauk á Alþingi upp úr klukkan 18 í kvöld. Atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað.
Samkvæmt tillögunni skipar forseti Alþingis 25 manna stjórnlagaráð sem fái það verkefni að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá Íslands.
Bjóða skal þeim sæti í ráðinu, sem landskjörstjórn úthlutaði
sæti í kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 en að öðrum kosti
þeim sem næstir voru í röðinni. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 10
fulltrúar af hvoru kyni sitji í ráðinu.