Vil sniðganga íslenskar vörur

Struan Stevenson.
Struan Stevenson.

Skoskur Evrópuþingmaður hvetur til þess, að neytendur og fyrirtæki innan Evrópusambandsins sniðgangi íslenskar og færeyskar vörur þar til löndin tvö láti sér segjast í makríldeilunni. 

Á vefnum fishupdate.com er haft eftir Struan Stevenson, varaformanni sjávarútvegsnefndar Evrópusambandsins, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sé að fara yfir tillögur um  bann á löndun makríls frá Íslandi í höfnun ESB-ríkja. Hins vegar þurfi róttækari aðgerðir vegna þeirrar hneykslanlegu framkomu Íslendinga og Færeyinga að taka sér einhliða makrílkvóta.

„Þessi lönd ætla sér að eyðileggja fiskistofna og störf í Evrópusambandinu. Þess vegna hvet ég alla borgara ESB og fyrirtæki til að sniðganga allar vörur frá þessum löndum," hefur vefurinn eftir Stevenson.

„Við flytjum inn mikið að ferskum og frystum sjávarafurðum frá Íslandi og Færeyjum og einnig umtalsvert magn af laxi og silungi. Við flytjum einnig inn vörur og þjónustu við sjávarútveg og fiskvinnslu og ýmsar vörur, svo sem kaðla, troll og trollhlera fyrir fiskiskipaflotann okkar. Við ættum að slíta öllum slíkum samningum og neita að eiga viðskipti við þessi lönd fyrr en þau fallast á raunhæft samkomulag um framtíðarstjórnun veiða á makríl."   

Stevenson hefur oft áður tjáð sig um makríldeiluna og gagnrýnt Íslendinga og Færeyinga harðlega fyrir þvergirðingshátt.

Fishupdate.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert