Vilja að tryggingafélag greiði málskostnað

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. mbl.is/ÞÖK

Þrír fyrrverandi stjórnendur Glitnis hafa stefnt Tryggingamiðstöðinni fyrir dóm og krefjast þess að tryggingafélagið greiði kostnað vegna málssóknar skilanefndar Glitnis gegn þeim, meðal annars í New York.  

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag, að um er að ræða Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Þorsteinn M. Jónsson og Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarmenn í bankanum.

Glitni var með tryggingu fyrir stjórnendur bankans hjá TM en nú er deilt um gildi þessarar stjórnendatryggingar frá þeim tíma sem þremenningarnir voru í stjórnendastöðum hjá Glitni og hvort þeir eigi rétt til verndar samkvæmt tryggingunni eða ekki.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, staðfestir að félagið hafi hafnað kröfum um að greiða málsvarnarlaun mannanna þriggja úr stjórnendatryggingum Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert