Alþýðusamband Íslands segir í endurskoðaðri efnahagsspá, að allt bendi til þess að viðsnúningur sé að verða í íslensku efnahagslífi og hægur bati sé framundan næstu árin.
ASÍ segir, að staðan á vinnumarkaði verði áfram erfið en mun lagast í takt við batnandi efnahagslíf. Í lok spátímans sem nær til ársins 2013, verði atvinnuleysið komið niður í 5,2%.
Þá telur ASÍ að tímabundnar aðgerðir stjórnvalda styðji við heimilin og staða þeirra vænkist nokkuð en verði áfram þröng.
Samkvæmt spánni verður hagvöxtur 2,5% á þessu ári, 2,1% á næsta ári og 2,3% árið 2013.