Hátt í fimmtán hundruð manns hafa gengið í hópinn „Ég segi nei við Icesave“ á samskiptavefnum Facebook. Síðan var stofnuð fyrir um viku. Rúmlega sex hundruð hafa hins vegar gengið í hópinn „Áfram“ á sama vef, en sá hópur mælir með samþykkt Icesave-samningsins. „Áfram“-hópurinn var stofnaður tveimur dögum á eftir hinum.
Á báðum vefsíðum má finna fjörlegar umræður um kosti og galla Icesave-samningsins. Gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi.
Vefur hópsins „Ég segi nei við Icesave“ á Facebook
Vefur hópsins „Áfram“ á Facebook