Formlega krafist nýrra kosninga

Hæstaréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ógildar.
Hæstaréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ógildar. mbl.is/Ómar

Einn af frambjóðendunum við hinar ógiltu stjórnlagaþingskosningar hefur formlega krafist þess að kosningin verði endurtekin. Áskilur hann sér rétt til að krefjast skaðabóta úr ríkissjóði ef ekki verður fallist á kröfu um uppkosningu.

„Það er mín bjargfasta trú að uppkosning er eina lögmæta leiðin eftir að framkvæmd kosninganna var úrskurðuð ógild,“ segir Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku á Jökuldal um kröfu sína til innanríkisráðuneytisins.

Sigurður bendir á að í lögunum um stjórnlagaþing er vísað til almennra kosningalaga um þau atriði sem ekki er tekið á þar. Þar sé skýrt að kjósa skuli aftur, ef kosningar eru úrskurðaðar ógildar, og á það hafi margsinnis reynt í sveitarstjórnarkosningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert