Gat ekki sniðgengið matið

Börn á göngu framan við Stjórnarráðið.
Börn á göngu framan við Stjórnarráðið.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag að hún hefði ekki treyst sér til að sniðganga niður­stöðu ráðgjafa for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins við ráðningu á skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri niður­stöðu, að ráðuneytið hefði brotið jafn­rétt­is­lög þegar   Arn­ar Þór Más­son var skipaður skrif­stofu­stjóri skrif­stofu stjórn­sýslu- og sam­fé­lagsþró­un­ar í for­sæt­is­ráðuneyt­inu í fyrra. Hefði Anna Krist­ín Ólafs­dótt­ir, sem einnig sótti um starfið og kærði niður­stöðuna, verið að minnsta kosti jafn hæf.

Jó­hanna sagði, að hún treysti Önnu Krist­ínu Ólafs­dótt­ur mjög vel og hefði skipað hana sem formann nefnd­ar, sem væri að end­ur­skoða stjórn­sýsl­una, meðal ann­ars það hvernig staðið er að ráðning­um.

„Hún stóð sig mjög vel í því," sagði Jó­hanna. „Hún sagði sig að vísu frá mál­inu þegar niðurstaða lá fyr­ir í þessu máli. Hún var mjög hæf í þessu efni, en ég treysti mér ekki til að ganga fram­hjá mati, sem sett er í mín­ar hend­ur, og taka aðila, sem met­inn er núm­er fimm, og setja hann núm­er eitt. Ég bara treysti mér ekki til þess," sagði Jó­hanna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka