Þrátt fyrir að Íslendingar kunni að vera svartsýnir um framtíðarhorfur um þessar mundir er full ástæða til bjartsýni, ef marka má spá landfræðingsins Laurence Smiths um aukið vægi norðurhvels jarðar í heimsbúskapnum á næstu áratugum.
Smith segir í samtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í dag, að hentug staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafi geri það að verkum að landið geti gegnt miklu hlutverki í samgöngum á hafsvæðinu. Reykjavík geti verið eitt þeirra hafnsvæða sem sjái fram á mesta aukningu í skipaumferð á næstu áratugum.
Smith hefur öðlast heimsfrægð eftir útkomu bókar hans um framtíðarhorfur norðurhvels jarðar. Hann heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafninu á morgun, föstudag.