Leggja þarf allar upplýsingar á borðið

Ólafur Þór Gunnarsson.
Ólafur Þór Gunnarsson.

Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag, að leggja þurfi all­ar upp­lýs­ing­ar á borðið varðandi ráðningu skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðuneyt­inu. 

Sagði Ólaf­ur Þór, í umræðum um skýrslu for­sæt­is­ráðherra um úr­sk­urð kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála, að sú yf­ir­lýs­ing, sem kom frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu í gær, hafi veitt ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar en ekki þær sem þing­menn þurfi að hafa.

„Hvernig í ósköp­un­um gat stiga­kerfið, sem notað var, verið þannig, að það er hægt að kom­ast af hálfu kær­u­nefnd­ar­inn­ar að allt ann­arri niður­stöðu," sagði Ólaf­ur. 

Hann sagðist ekki geta metið það af þeim gögn­um, sem liggja fyr­ir, að það hafi verið ætl­un­in að velja á milli ein­stak­linga á grund­velli kyn­ferðis. 

„Mann grun­ar nán­ast að það hafi verið ætl­un­in með ein­hverju móti að tryggja, að þessi til­tekni ein­stak­ling­ur, óháð kyni, fengi ekki djobbið og kem þá kannski inn á þessa at­huga­semd (for­sæt­is­ráðherra) hér áðan að um var að ræða póli­tísk­an sam­starfs­mann. Maður velt­ir því fyr­ir sér hvort starfs­menn í ráðuneyt­inu séu orðnir svo mikl­ir „kó­ar­ar" í póli­tísk­um rétt­trúnaði að þeir fari þessa leið," sagði Ólaf­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert