Mengun frá verksmiðju Becromal

Gögn og sýni úr aflþynnuverksmiðju Becromal á Krossanesi við Akureyri sýna, að mun meira magn af vítissótamenguðu vatni fari í sjóinn en starfsleyfi verksmiðjunnar gerir ráð fyrir. Þetta kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. 

Gauti Hallsson, framkvæmdastjóri Becromal á Íslandi, viðurkenndi í viðtali við Kastljós, að forsvarsmenn verksmiðjunnar hafi lengi vitað af því, að hreinsunarbúnaðar verksmiðjunnar virkaði sem skyldi þegar álagið sé sem mest. Þessu verði komið í lag en Umhverfisstofnun verði að skera úr um hvort starfsleyfi hafi verið brotið. 

Fram kom í Kastljósi, að starfsmenn Umhverfisstofnunar flugu norður í dag og gerðu mælingar. 

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði að hugsanlega væri um að ræða brot á starfsleyfinu, sem kveði á um hvert sýrustig hreinsivatns eigi að vera við losun í sjó.

Verksmiðja Becromal tók til starfa frá því í ágúst 2009 en þar starfa um 100 manns. Gauti staðfesti, að umframlosunin hefði átt sér stað allan þann tíma en það hefði ekki verið tilkynnt sérstaklega til Umhverfisstofnunar. Sagði Gauti, að um væri að ræða „skot" sem vöruðu í 20-30 mínútur þegar verið væri að þrífa vélar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert