Segir sig úr VG vegna Líbíu

Sverrir Jakobsson.
Sverrir Jakobsson.

Sverrir Jakobsson sagnfræðingur segir á Facebook síðu sinni að hann hafi sagt sig úr Vinstri grænum vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar til árásanna í Líbíu.

Sverrir hefur meðal annars setið í flokksráði Vinstri grænna. Hann er bróðir Katrínar Jakobsdóttur,  varaformanns VG.

Í samtali við mbl.is sagðist Sverrir ekki vilja tjá sig um málefni Vinstri grænna við Morgunblaðið.

Samkvæmt upplýsingum frá VG hefur enginn annar sagt sig úr flokknum af þessari ástæðu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert