Sjafnarhúsið á Akureyri boðið ríkinu undir fangelsi

Reitir telja að húsnæðið henti vel undir fangelsi.
Reitir telja að húsnæðið henti vel undir fangelsi.

Eigendur Sjafnarhússins svokallaða á Austursíðu 2 á Akureyri hafa óskað eftir viðræðum við ríkið um hugsanlega leigu á húsinu undir fangelsi. Þetta staðfestir Halldór Jensson, forstöðumaður sölusviðs fasteignafélagsins Reita, eiganda hússins.

„Við teljum að Sjafnarhúsið henti vel undir slíka starfsemi, enda er gólfflötur hússins hátt í 5.000 fermetrar. Fangelsið gæti því verið á einni hæð og auk þess er stórt útisvæði norðan við bygginguna sem getur fylgt með í leigunni. Húsið er allt í mjög góðu standi, en auðvitað þarf að ráðast í töluverðar breytingar ef því verður breytt í fangelsi.

Ég álít þetta hagkvæman kost, einmitt þess vegna höfum við sett okkur í samband við ríkið og óskað eftir viðræðum,“ segir Halldór.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert