Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra sagði á íbúafundi um Norðfjarðargöng í gær að ekki væri spurningu um hvort ráðist yrði í gerð
ganganna heldur hvenær.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar efndi í gær til íbúafundar í Neskaupstað um Norðfjarðargöng. Um 250 manns voru á fundinum. Þar ræddu sveitarstjórnarmenn og fulltrúar atvinnulífsins um nauðsyn þess að fá Norðfjarðargöng í stað Oddskarðsganga. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri greindi frá helstu atriðum um gerð ganganna.
Göngin stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um 4 km og gert væri ráð fyrir um 800 bíla umferð á dag miðað við nokkra aukningu sem iðulega kemur fram við slíkar samgöngubætur.