Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að til að vega upp tekjumissi ríkissjóðs vegna lækkunar á tryggingagjaldi komi til greina að hækka auðlindagjald, og hækka skatta á banka og tryggingafélög.
Jóhanna sagði að tryggingagjald væri íþyngjandi fyrir fyrirtæki með margt starfsfólk og því mikilvægt ef hægt væri að lækka gjaldið. Það gæti verið liður í að draga úr atvinnuleysi. Lækkun gjaldsins hefði verið til umræðum milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga.
Jóhanna sagði að til að mæta lækkun tryggingagjalds kæmi til greina að hækka auðlindagjald og leggja aukna skatta á banka og tryggingafélög.
Jóhanna sagði í umræðum á Alþingi um hagvöxt og kjarasamninga að stjórnvöld stæðu ekki í vegi fyrir fjárfestingum í Helguvík og á Bakka við Húsavík.