Vilja að stjórnin fordæmi árásir á Líbíu

F-16 orrustuflugvél kemur úr árásarferð til Líbíu.
F-16 orrustuflugvél kemur úr árásarferð til Líbíu. Reuters

Stjórnir Ungra vinstri grænna, Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarbyggð og á Akureyri skora á ríkisstjórn Íslands og utanríkisráðherra, að fordæma opinberlega loftárásir NATO-sveita í Líbíu.

Í ályktun frá stjórnum félaganna segir, að Ung vinstri græn vilji enn og aftur ítreka að Ísland sé herlaust land sem eigi að sjá sóma sinn í því að styðja ekki við bandalög og árásarþjóðir sem fara í stríð. Sýnt hafi verið svart á hvítu í ítrekuðum stríðum vesturveldanna að með loftárásum sé aldrei hægt að tryggja öryggi almennra borgara.

Segir að stjórnunum þyki tími kominn á að Ísland taki frumkvæði í alþjóðasamfélaginu og lýsi ekki einungis yfir hlutleysi í stríði heldur taki beina stöðu með friði og gegn vopnaburði stórveldanna.

„Þeim degi verður fagnað er Íslendingar eignast friðarsinnaðan utanríkisráðherra sem þorir að tala í takt við þjóð sína," segir síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka