535 hafa kosið hjá sýslumanninum í Reykjavík í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn. Tvær vikur eru nú í kjördag.
Á landinu öllu eru hafa verið skráð 1540 atkvæði, en sú tala er ekki alveg marktæk, því sumir eru tvítaldir.
Á morgun og sunnudag er hægt að kjósa hjá sýslumanninum í Skógarhlíðinni 12-14, en á mánudaginn verður kosningin flutt í Laugardagshöll. Opnað verður fyrir kosningu þar kl. 10.