56% segja ætla að styðja lögin

Kosið verður 9. apríl, eftir um tvær vikur.
Kosið verður 9. apríl, eftir um tvær vikur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

56% ætla lík­lega eða ör­ugg­lega að samþykkja lög­in um Ices­a­ve í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni 9. apríl, en 44% hyggj­ast kjósa gegn lög­un­um. 

Það var Capacent sem gerði könn­un­ina fyr­ir Áfram-hóp­inn dag­ana 17. til 24. mars, en Áfram-hóp­ur­inn styður að lög­in verði samþykkt. Í frétta­til­kynn­ingu fram hópn­um seg­ir að könn­un­in sýni að bilið sé aft­ur að breikka á milli þeirra sem ætla að kjósa með Ices­a­ve-samn­ingn­um og þeirra sem eru á móti hon­um.

Af þeim sem taka af­stöðu í könn­un­inni munu 56% lík­lega eða ör­ugg­lega samþykkja lög­in í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni 9. apríl, en 44% hyggj­ast kjósa gegn lög­un­um.

Í könn­un sem MMR vann fyr­ir Viðskipta­blaðið og birt var í síðustu viku mæld­ist fylgi við samþykkt Ices­a­ve-samn­ing­anna hins veg­ar 52%.

Mun fleiri kon­ur eiga eft­ir að gera upp af­stöðu sína til máls­ins en karl­ar. 31% kvenna eru óákveðnar en 15% karla. 25% sjálf­stæðismanna hafa ekki ákveðið hvernig þeir ætla að kjósa. 42% sjálf­stæðismanna segj­ast ætla kjósa gegn Ices­a­ve en 34% með. 70% fram­sókn­ar­manna eru á móti samn­ingn­um. 80% Sam­fylk­ing­ar­manna styðja samn­ing­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert