56% segja ætla að styðja lögin

Kosið verður 9. apríl, eftir um tvær vikur.
Kosið verður 9. apríl, eftir um tvær vikur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

56% ætla líklega eða örugglega að samþykkja lögin um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl, en 44% hyggjast kjósa gegn lögunum. 

Það var Capacent sem gerði könnunina fyrir Áfram-hópinn dagana 17. til 24. mars, en Áfram-hópurinn styður að lögin verði samþykkt. Í fréttatilkynningu fram hópnum segir að könnunin sýni að bilið sé aftur að breikka á milli þeirra sem ætla að kjósa með Icesave-samningnum og þeirra sem eru á móti honum.

Af þeim sem taka afstöðu í könnuninni munu 56% líklega eða örugglega samþykkja lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl, en 44% hyggjast kjósa gegn lögunum.

Í könnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið og birt var í síðustu viku mældist fylgi við samþykkt Icesave-samninganna hins vegar 52%.

Mun fleiri konur eiga eftir að gera upp afstöðu sína til málsins en karlar. 31% kvenna eru óákveðnar en 15% karla. 25% sjálfstæðismanna hafa ekki ákveðið hvernig þeir ætla að kjósa. 42% sjálfstæðismanna segjast ætla kjósa gegn Icesave en 34% með. 70% framsóknarmanna eru á móti samningnum. 80% Samfylkingarmanna styðja samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert