Bændasamtökin með of víðtækt hlutverk

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka …
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur að stjórn­völd hafi falið Bænda­sam­tök­um Íslands of víðtækt hlut­verk við stjórn­sýslu land­búnaðar­mála. End­ur­skoða þurfi fyr­ir­komu­lagið. Þá verði stjórn­völd að efla eft­ir­lit sitt með fram­lög­um til land­búnaðar.

Alþingi og stjórn­völd hafa falið Bænda­sam­tök­um Íslands, sem eru hags­muna­sam­tök bænda, fram­kvæmd marg­vís­legra stjórn­sýslu­verk­efna á sviði land­búnaðar­mála og eft­ir­lit með henni. Meðal ann­ars taka sam­tök­in ákv­arðanir um op­in­ber­ar greiðslur til bænda, ann­ast út­reikn­ing þeirra og af­greiðslu. Einnig sinna sam­tök­in ráðgjöf við stjórn­völd og full­trú­ar þeirra sitja í nefnd­um sem taka ákv­arðanir um land­búnaðar­mál. Þá ann­ast sam­tök­in áætl­ana- og hag­skýrslu­gerð um land­búnað.

Í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar kem­ur fram að stofn­un­in tel­ur óæski­legt að Bænda­sam­tök­in ann­ist bæði fram­kvæmd stjórn­sýslu­verk­efna og eft­ir­lit með henni. Er sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið hvatt til að hafa frum­kvæði að end­ur­skoðun fyr­ir­komu­lags­ins. Þá tel­ur Rík­is­end­ur­skoðun að ráðuneytið þurfi að fylgj­ast bet­ur en nú með hvort ráðstöf­un rík­is­fram­laga til land­búnaðar sé í sam­ræmi við lög, regl­ur og samn­inga og skili þeim ár­angri sem til er ætl­ast.

Hingað til hef­ur ráðuneytið nýtt gögn og þekk­ingu um land­búnað sem Bænda­sam­tök­in búa yfir. Að mati Rík­is­end­ur­skoðunar þarf ráðuneytið að tryggja að það hafi ávallt greiðan aðgang að upp­lýs­ing­um um land­búnaðar­mál, t.d. með því að stofn­un á þess veg­um afli og vinni úr slík­um upp­lýs­ing­um. Þá tel­ur Rík­is­end­ur­skoðun óæski­legt að sam­tök­un­um sé falið að gera hag­skýrsl­ur um land­búnað enda verði óhlut­drægni slíkra skýrslna að vera haf­in yfir vafa.

Sam­kvæmt lög­um ann­ast Mat­væla­stofn­un ýmsa stjórn­sýslu á sviði land­búnaðar­mála. Stofn­un­in hef­ur að hluta til út­vistað þess­um verk­efn­um til Bænda­sam­tak­anna með samn­ingi. Að mati Rík­is­end­ur­skoðunar væri æski­legt að hún annaðist þau sjálf.

Loks tel­ur Rík­is­end­ur­skoðun að samn­ing­ar stjórn­valda við Bænda­sam­tök­in þurfi að kveða skýrt á um hvort og þá að hve miklu leyti fjár­reiðulög, stjórn­sýslu­lög, upp­lýs­inga­lög og lög um op­in­ber inn­kaup gildi um þau verk­efni sem þar er mælt fyr­ir um.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið  tek­ur í at­huga­semd­um sín­um við skýrsl­una ekki und­ir þá al­mennu skoðun Rík­is­end­ur­skoðunar að framsal verk­efna sam­kvæmt búnaðarlög­um til Bænda­sam­tak­anna sé óæski­legt og feli í sér hættu á hags­muna­árekstr­um. Þvert á móti geti verið sterk rök fyr­ir því að þetta sé ár­ang­urs­ríkt fyr­ir­komu­lag. Ráðuneytið seg­ir að það sé að efla eft­ir­lits­hlut­verk sitt og tek­ur und­ir að bæta þurfi hag­sýslu­gerð í land­búnaði þannig að tryggja megi óhlut­dræga og vandaða hag­sýslu­söfn­un.

Mat­væla­stofn­un tek­ur hins veg­ar í at­huga­semd­um sín­um und­ir ábend­ingu Rík­is­end­ur­skoðunar um að mik­il­vægt sé að Mat­væla­stofn­un og sjáv­ar­út­vegs‐ og land­búnaðarráðuneytið leggi sem fyrst mat á hvort rétt sé að stofn­un­in taki al­farið yfir verk­efni á sínu ábyrgðarsviði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert