Umhverfisstofnun hefur gefið ORF Líftækni hf. leyfi til að rækta erfðabreytt bygg í gróðurhúsi gróðrarstöðvar Barra hf. á Egilsstöðum.
Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar, að leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur og reglugerða um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, og er veitt til 10 ára.