Fréttaskýring: Fangar eru ekki búpeningur

Sjafnarhúsið á Akureyri.
Sjafnarhúsið á Akureyri.

Páll E. Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, er al­gjör­lega and­víg­ur því að nýju fang­elsi verði fund­inn staður í gamla Sjafn­ar­hús­inu á Ak­ur­eyri. Í minn­is­blaði sem hann sendi inn­an­rík­is­ráðherra fyr­ir skemmstu bend­ir hann á að fang­ar eigi rétt á lág­marks mann­rétt­ind­um og verði ekki „vistaðir sem hver ann­ar bú­pen­ing­ur“.

Í Morg­un­blaðinu í gær kom fram að eig­end­ur Sjafn­ar­húss­ins hafa óskað eft­ir viðræðum við inn­an­rík­is­ráðuneytið um hugs­an­lega leigu á hús­inu und­ir fang­elsi.

„Ég nenni varla að taka þátt í þess­ari umræðu leng­ur. Það þarf að standa fag­lega að þessu og byggja sér­hannað fang­elsi. Ekki taka í notk­un gamla ís­brjóta, gáma eða annað hús­næði langt frá höfuðborg­ar­svæðinu,“ sagði Páll um þessa hug­mynd. Hann benti á að ný­búið væri að end­ur­nýja fang­elsið á Ak­ur­eyri en það gæti tekið á móti öll­um föng­um af Norður­landi.

Mik­ill kostnaður við breyt­ing­ar

Í minn­is­blaðinu er m.a. bent á kostnað vegna ferða til og frá Aust­ur­landi, að á Aust­ur­landi séu eng­ir menntaðir fanga­verðir og ekki liggi fyr­ir hvort nægi­lega marg­ir myndu sækj­ast eft­ir slíku starfi. Við bæt­ist að flest­ir lög­menn séu á höfuðborg­ar­svæðinu en máls­kostnaðarliður vegna ferða lög­manna myndi marg­fald­ast ef þeir þyrftu að eyða heilu dög­un­um í ferðalög vegna þjón­ustu við fanga. Kostnaður við breyt­ing­ar á eldra hús­næði væri mjög hár og nefndi Páll sem dæmi að áður en Bitra var tek­in í notk­un sem bráðabirgðafang­elsi þurfti að breyta bygg­ing­unni fyr­ir sem svar­ar einni millj­ón á hvert fanga­rými. Páll benti einnig á að um 80% fanga kæmu af höfuðborg­ar­svæðinu. Það væri mat Fang­els­is­mála­stofn­un­ar að það væri gróft brot á mann­rétt­ind­um fanga ef þeim yrði gert að afplána svo langt frá fjöl­skyld­um sín­um. Kon­ur sem eru í afplán­un fái marg­ar hverj­ar börn sín reglu­lega í heim­sókn og í viss­um til­vik­um feður einnig. Óhæg­ara yrði um vik fyr­ir barna­vernd­ar­yf­ir­völd að flytja börn reglu­lega til Reyðarfjarðar til að eiga sam­vist­ir við for­eldra und­ir eft­ir­liti. Kostnaður barna­vernd­ar­yf­ir­valda myndi að auki hækka veru­lega og sömu­leiðis kostnaður aðstand­enda við heim­sókn­ir. Það væri til þess fallið að minnka sam­skipti fanga við fjöl­skyld­ur sín­ar, sem gengi þvert gegn mark­miðum stofn­un­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert