Fjarfesta fyrir 1,5 milljarð í ár

Borhola við Þeistareyki.
Borhola við Þeistareyki. mbl.is/Birkir Fanndal

Fjárfest verður fyrir 1,5 milljarð við undirbúning orkuvinnslu á N-Austurlandi á þessu ári. Þetta kom fram í ræðu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra á landsþingi sveitarfélaga í dag. Katrín segist vera mjög bjartsýn á uppbyggingu á N-Austurlandi.

Katrín sagði mikið að gerast í orkumálum á N-Austurlandi. „Þar er markvisst unnið að rannsóknum vegna fyrirhugaðra virkjana á Þeystareykjum, Bjarnarflagi og á Kröflusvæðinu. Nú þegar hefur verið varið um 10 milljörðum króna í rannsóknir á jarðhitasvæðum og er áætlað að fjárfesta fyrir rúman 1,5 milljarð króna í verkefnum í ár. Landsvirkjun á nú í viðræðum við 6-8 hugsanlega orkukaupendur vegna uppbyggingar á Norðausturlandi. Og ég ætla að leyfa mér að vera mjög bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári,“ sagði Katrín.

Katrín sagði nauðsynlegt að efla erlenda fjárfestingu. „Það er skýrt merki um að hin efnahagslega sól er tekin að rísa að nú eru hafnar, eða alveg við það að hefjast, þrjár stórir framkvæmdir uppá 100 milljarða króna. Stækkun álversins í Straumsvik, Búðarhálsvirkjun og fyrrgreind kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Það munar um minna,“ sagði Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert