Höfum ekki lýst yfir stuðningi við loftárásir á Líbíu

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir það misskilning að ríkisstjórnin hafi lýst yfir stuðningi við loftárásir á Líbíu.

,,Það eina sem ríkisstjórnin ræddi í þessu sambandi var sjálf ályktun öryggisráðsins og fjárstuðningur bæði við Líbíu og Japan í samstarfi við Rauða krossinn. Í stuttum umræðum í ríkisstjórn var samhljómur hvað það snertir að flugbann og aðgerðir sem eingöngu miðuðu að því að vernda óbreytta borgara, eins og ályktunin gengur út á, væri það besta sem hægt væri að gera í stöðunni. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að ríkisstjórnin, og enn síður Vinstri græn, styðji loftárásir sem kosti óbreytta borgara lífið,“ segir Steingrímur í samtali við Smuguna.
 

Sverrir Jakobsson sagnfræðingur hefur sagt sig úr Vinstri grænum vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar til árásanna í Líbíu. Sverrir hefur meðal annars setið í flokksráði Vinstri grænna. Hann er bróðir Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns VG

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert