Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Íslandi, samkvæmt skrám Krabbameinsfélagsins, en minna hefur verið rætt um sjúkdóminn, en ýmsar aðrar tegundir krabbameins.
Það má segja að þetta sé týnda krabbameinið.
Undanfarna þrjá áratugi hefur verið barist fyrir skimun við krabbameininu, en þannig er auðvelt að fækka dauðsföllum.
Baráttan hefur loks borið árangur en frá og með næstu viku verður hægt að fá skimunarpróf við ristilkrabbameini í apótekum landsins.
Fyrirtækið Heilsuvernd hefur veg og vanda af þessari framkvæmd.
Rannsóknir hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum þessara krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Slík skimun hefur nú þegar verið hafin víða í nágrannalöndunum.
Skimað fyrir „týnda krabbameininu“