Veitingarekstur við Austurvöll gengur misjafnlega

Veitingarekstur í miðborginni getur gengið brösuglega.
Veitingarekstur í miðborginni getur gengið brösuglega. mbl.is/GSH

Veitingarekstur við Austurvöll virðist ganga brösulega þessi misserin. Hafa að minnsta kosti þrír staðir þar verið teknir til gjaldþrotaskipta frá því í nóvember í fyrra.

Hinn 16. mars úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Eignarhaldsfélag Miðborgar, sem átti Kaffi París, yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn Grétars Berndsens, veitingastjóra staðarins, var reksturinn keyptur af nýju félagi, LIDUS-veitingum, um mitt síðasta ár.

Þá voru Veitingahúsið Austurvelli Reykjavík, sem rak Óðal, og Nasaveitingar, sem ráku skemmtistaðinn Nasa, einnig tekin til gjaldþrotaskipta í nóvember og janúar.

Það er ekki bara við Austurvöll sem veitingarekstur hefur gengið erfiðlega. Hinn 16. febrúar voru skemmtistaðirnir Hverfisbarinn við Hverfisgötu og Glaumbar við Tryggvagötu báðir teknir til gjaldþrotaskipta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert