Vilja fá að gera kynningarefni

Sam­tök­in Samstaða þjóðar gegn Ices­a­ve hef­ur sent for­mönn­um þing­flokka á Alþingi bréf þar sem skorað er á þá að beita sér fyr­ir því að já- og nei-hreyf­ing­um verði gert kleift að senda kynn­ing­ar­efni á öll heim­ili.

Seg­ir í til­kynn­ingu, að það hljóti að telj­ast afar var­huga­verð þróun að ein­göngu rík­is­valdið sendi út op­in­bert kynn­ing­ar­efni án nokk­urs sam­ráðs við já- eða nei-hreyf­ing­ar hverju sinni. Það sé mikið í húfi að þjóðar­at­kvæðagreiðslan heppn­ist vel og sátt ríki um fram­kvæmd henn­ar. 

Vef­ur Sam­stöðu þjóðar gegn Ices­a­ve

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert