Samtökin Samstaða þjóðar gegn Icesave hefur sent formönnum þingflokka á Alþingi bréf þar sem skorað er á þá að beita sér fyrir því að já- og nei-hreyfingum verði gert kleift að senda kynningarefni á öll heimili.
Segir í tilkynningu, að það hljóti að teljast afar varhugaverð þróun að eingöngu ríkisvaldið sendi út opinbert kynningarefni án nokkurs samráðs við já- eða nei-hreyfingar hverju sinni. Það sé mikið í húfi að þjóðaratkvæðagreiðslan heppnist vel og sátt ríki um framkvæmd hennar.
Vefur Samstöðu þjóðar gegn Icesave