Um 80 bílar á vegum Ferðaklúbbsins 4x4 komu yfir Sprengisand í gærkvöldi og í dag var haldin sýning á þessum tröllvöxnu farartækjum á Bílaplani Brims hf. á Akureyri.
Sveinbjörn Halldórsson formaður 4 x 4 klúbbsins, sagði að ferðin yfir Sprengisand hefði gengið vel. Færið hefði verið gott og veðrið frábært. Hópurinn ætlar suður á morgun og fer þá um Kjöl.
Sveinbjörn sagði að margir hefðu lagt leið sína á bílasýninguna til að skoða ökutækin. Bílarnir eru engin smá síðu, en þeir eru á dekkjum sem eru frá 35 tommur og upp í 54 tommur. Í dag fór nokkrir jeppaeigendur í ferð með jeppamönnum frá Akureyri og úr Skagafirði.