Jón á móti stjórnarráðsfrumvarpi

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, bókaði and­stöðu sína við af­greiðslu frum­varps um breyt­ingu á lög­um um Stjórn­ar­ráð Íslands á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í gær. Líkt og greint var frá fyrr í kvöld samþykkti Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, af­greiðsluna með fyr­ir­vör­um.

Á meðal breyt­ing­anna sem frum­varpið hef­ur í för með sér, verði það að lög­um, er að ráðuneyti verða ekki leng­ur tal­in sér­stak­lega upp í lög­um um Stjórn­ar­ráð Íslands. Þess í stað verður há­marks­fjöldi þeirra til­greind­ur, en stjórn­völd hafa hverju sinni ákvörðun­ar­vald um hvaða ráðuneyti skuli starf­rækt.

Ágrein­ing­ur hef­ur verið in­ann rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sam­ein­ingu ráðuneyta í eitt stórt at­vinnu­vegaráðuneyti. Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra er and­víg­ur þeim áform­um, en með þessu frum­varpi yrðu vopn­in að hluta sleg­in úr hönd­um hans.

Sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um mbl.is bókaði Jón and­stöðu sína við af­greiðslu frum­varps­ins úr rík­is­stjórn í gær, og gekk þannig skref­inu lengra en flokks­bróðir hans, Ögmund­ur Jónas­son. Jón áskil­ur sér jafn­framt rétt til þess að berj­ast gegn mál­inu, bæði í þing­flokki VG og í umræðum á Alþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka