Hörð keppni í forritun

Forritunarkeppnin hófst kl. 9 í morgun og stendur fram á …
Forritunarkeppnin hófst kl. 9 í morgun og stendur fram á kvöld. mbl.is/Ómar

30 lið hafa skráð sig til leiks í forritunarkeppni framhaldsskólanna sem hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun, en keppnin stendur fram á kvöld. Keppendur eru samtals 82.

Keppt er í fjórum deildum og er veitt verðlaun í hverri deild. Einnig eru veitt verðlaun fyrir frumlegustu lausnina og besta lógóið.

Verkefnin eru af ýmsu tagi. T.d. eiga keppendur að búa til forrit sem les inn meðalregn í hverjum mánuði. Forritið birtir hvert meðalregnið er yfir árið og í hvaða mánuði er mest regn og í hvaða mánuði er minnst regn.

Einnig eiga nemendur að búa til forrit sem reikna á fermetrafjölda herbergis. Forritið spyr um lengd og breidd herbergis í metrum, en forritið svarar hver fermetrafjöldinn er. Þá eiga keppendur að búa til forrit sem skráir niður árangur keppenda í hástökki, þar sem tekið er tilliti til þess hvort hástökkvararnir fara yfir í fyrstu, annarri eða þriðju tilraun eða alls ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert