Fréttaskýring: Pattstaða um fiskveiðistjórnun

Við höfnina í Grindavík. Óvissa er um hvort tekst að …
Við höfnina í Grindavík. Óvissa er um hvort tekst að ná lendingu í deilum um drög að nýju frumvarpi um fiskveiðistjórnun. mbl.is/RAX

Unnið er að því meðal ráðherra og í sam­ráðsnefnd stjórn­arþing­manna að finna flöt á nýju frum­varpi um fisk­veiðistjórn­un, en drög að því liggja fyr­ir. Breitt bil hef­ur verið á milli ein­stakra þing­manna í nefnd­inni og talaði einn viðmæl­enda blaðsins um patt­stöðu í því sam­bandi.

For­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa komið að þessu starfi á fund­um með nefnd­inni í vik­unni til að reyna að leysa úr ágrein­ingi.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins hef­ur Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra boðað til þess­ara funda. Alls óvíst er hvort og þá hvenær nýtt frum­varp verður lagt fram á þingi, en það yrði á for­ræði Jóns Bjarna­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Hann hef­ur sagt að hann vilji sjá blandaða leið samn­inga við afla­marks­hafa og potta, sem nýta á til byggðaút­hlut­un­ar og línuíviln­un­ar svo dæmi séu tek­in. Sátta­nefnd skilaði skýrslu sinni í sept­em­ber og var meiri­hluti starfs­hóps­ins sam­mála um að mæla með slíkri leið. Síðan hef­ur verið unnið að gerð frum­varps­ins í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu og síðasta tíma­setn­ing um lok þeirr­ar vinnu var í endaðan fe­brú­ar. Sá tími er liðinn fyr­ir nokkru og óviss­an er mik­il.

Ólína og Björn Val­ur á önd­verðum meiði

Í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­flokk­anna seg­ir að lög um stjórn fisk­veiða verði end­ur­skoðuð í heild. Mark­miðin eru meðal ann­ars að skapa sátt meðal þjóðar­inn­ar um eign­ar­hald og nýt­ingu auðlinda sjáv­ar. Einnig að leggja grunn að inn­köll­un og end­ur­ráðstöf­un afla­heim­ilda á 20 ára tíma­bili. Það mátti því ljóst vera að verk­efnið yrði ærið og að erfitt yrði að sætta þessi sjón­ar­mið þar sem mikl­ir og ólík­ir hags­mun­ir tog­ast á.

Sátta­nefnd­in skilaði skýrslu sinni ári síðar en ráð var fyr­ir gert í stjórn­arsátt­mál­an­um. Síðan hef­ur ekk­ert form­legt sam­ráð verið við hags­munaaðila, eða í rúma sex mánuði. Einn viðmæl­anda blaðsins sagði að málið væri stærra en svo að það yrði keyrt í gegn án ná­ins sam­ráðs alla leið og þá við marga aðila.

15% í potta á 15 árum

Þannig gæti orðið um litla skerðingu í tonn­um talið að ræða, en hins veg­ar litla hlut­deild í væntri aukn­ingu. Útgerðar­menn hafa ít­rekað bent á að þeir hafi tekið á sig skerðing­ar vegna ástands fisk­stofna og eigi því að njóta þess verði hægt að auka kvóta á næstu miss­er­um.

For­leigu­rétt­ur rík­is­ins

Veiðigjald verður hækkað sam­kvæmt drög­um að nýju frum­varpi. Ýmist hef­ur verið rætt um tvö­föld­un í því sam­bandi og skýr­ari lín­ur eða að taka ákveðið krónu­gjald á hvert tonn

Rætt um að dusta rykið af til­lög­um um leigu á heim­ild­um

Meðan þessi pattstaða er uppi hef­ur sú hug­mynd komið fram að dusta rykið af til­lög­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra frá síðasta hausti, en hann lagði þá til að kvóti í þorski og fleiri teg­und­um yrði auk­inn um 10 þúsund tonn. Þær heim­ild­ir færu á leigu­markað, sem hef­ur nán­ast verið botn­fros­inn á þessu fisk­veiðiári. Þannig myndi ríkið fá hátt í þrjá millj­arða í tekj­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert