Sífellt fleiri leita eftir aðstoð í Reykjanesbæ

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. www.mats.is

„Maður var farinn að vona að þetta myndi eitthvað breytast, en það fer bara versnandi,“ segir Anna Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ.

Í úthlutun nú á fimmtudag þáðu 242 fjölskyldur matarpoka. Að jólaúthlutun fráskilinni er þetta stærsta úthlutunin sem þar hefur farið fram.

Í frétt í Morgunblaðinu í dag segir Anna þá sem leita aðstoðar vera á öllum aldri, allt frá ungu fjölskyldufólki og upp í fólk sem komið er yfir áttrætt. „Þetta fólk er ekki bara fátækt að þessu leyti, heldur líka félagslega. Það er á allan hátt fátækt og það finnst manni hræðilegast af öllu,“ segir Anna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert