Í morgun voru tekin sýni í sjó í Eyjafirði í framhaldi af umræðu um pH-gildi afrennslisvatns aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi. Matís og Hafrannsóknastofnun önnuðust sýnatökuna fyrir Becromal og mun Matís greina sýnin um helgina. Niðurstaðna er að vænta mánudag.
Stjórn Becromal hefur heitið því að taka mengun frá verksmiðjunni föstum tökum. Umhverfisstofnun sendi Becromal áform um áminningu og gerði kröfu um að fyrirtækið skili áætlun um hvenær það áformi að ljúka úrbótum ekki síðar en 4. apríl.