Tekur ekki þátt í stjórnarsamstarfi án kosninga

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Það er óhugs­andi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taki þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við nú­ver­andi aðstæður, án und­an­geng­inna kosn­inga. Þetta seg­ir í álykt­un sem samþykkt var á aðal­fundi full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Vest­manna­eyj­um.

Í álykt­un­inni seg­ir að þverr­andi lífs­orka nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar fari nú öll í að viðhalda sjálfri sér. Á meðan flæði und­an fylgi henn­ar bæði hjá þingi og þjóð.

 „Áhuga­svið þess­ar­ar hálf­dauðu rík­is­stjórn­ar virðist nú einkum tak­mark­ast við tvennt: ann­ars veg­ar aðlög­un­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið, sem mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar vill alls ekki aðlag­ast og hins veg­ar að kippa grunn­in­um und­an rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sem nú skila þjóðinni um 35% af öll­um gjald­eyris­tekj­um henn­ar og eru helsta grunnstoð at­vinnu­lífs í land­inu. Nýj­asta dæmið um þetta er ákvörðun um út­hlut­un mak­ríl­kvóta. Höggið, sem er í anda fyrn­inga­leiðar, er mikið fyr­ir sam­fé­lagið í Eyj­um og eru tapaðar tekj­ur um 1250 millj­ón­ir. Við svo búið má ekki standa.

Nú­ver­andi rík­is­stjórn verður að víkja áður en hún vinn­ur þjóðinni meira tjón en orðið er. Það er óhugs­andi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taki þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við nú­ver­andi aðstæður, án und­an­geng­inna kosn­inga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert