86% vilja fara í mál við Breta

Gordon Brown tók ákvörðun um að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi …
Gordon Brown tók ákvörðun um að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi í október 2008. Reuters

Um 86% lands­manna vilja draga Breta fyr­ir dóm vegna beit­ing­ar hryðju­verklaga. Þetta eru niður­stöður viðhorfs­könn­un­ar sem MMR gerði fyr­ir þjóðmála­fé­lagið And­ríki dag­ana 8. – 11. mars sl.

Í könn­un­inni var spurt: Tel­ur þú að ís­lensk stjórn­völd hefðu átt að stefna bresk­um stjórn­völd­um fyr­ir dóm vegna beit­ing­ar hryðju­verka­laga gegn Íslend­ing­um í nóv­em­ber 2008? Af þeim sem af­stöðu tóku svöruðu 86,5% já. Nei sögðu 13,5%. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á af­stöðu kynja. Mik­ill meiri­hluti í öll­um ald­urs-, mennt­un­ar-, tekju- og starfs­hóp­um tel­ur að draga hefði átt Breta fyr­ir dóm vegna beit­ing­ar hryðju­verka­lag­anna.

Úrtak var 902 ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18 – 67 ára. Af­stöðu tóku 72,7%.

Þess má geta að fyr­ir Alþingi ligg­ur til­laga til þings­álykt­un­ar frá Gunn­ari Braga Sveins­syni og 13 öðrum þing­mönn­um um máls­höfðun á hend­ur breska rík­inu fyr­ir alþjóðleg­um dóm­stól vegna beit­ing­ar hryðju­verka­lag­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert