Engar viðræður í gangi

Hellisheiðarvirkjun
Hellisheiðarvirkjun Rax / Ragnar Axelsson

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir engar viðræður í gangi milli fyrirtækis síns og Orkuveitu Reykjavíkur um kaup þess fyrrnefnda á Hverahlíðarvirkjun eða nokkurri annarri virkjun.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerir málið að umtalsefni í aðsendri grein á vef Víkurfrétta. Hann leggur það til að Landsvirkjun komi að raforkuöflun fyrir álver í Helguvík, t.d. með því að fyrirtækið kaupi Hverahlíðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur.

Hann vitnar í grein Eyjunnar um að viðræður um slíkt séu í gangi í stjórnkerfinu og innan orkufyrirtækja. Jafnvel sé til skoðunar að Landsvirkjun kaupi Hellisheiðarvirkjun að auki.

Hörður segir þetta ekki rétt. Engar viðræður séu uppi milli Landsvirkjunar og Orkuveitunnar um kaup á virkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert