Fiskabúr sprakk í Smáralind

Margir hafa skoðað sýninguna Heilsa og hamingja í Smáralindinni.
Margir hafa skoðað sýninguna Heilsa og hamingja í Smáralindinni. mbl.is

Talsverður atgangur varð á sýningunni Heilsa og hamingja í Smáralindinni í gær þegar stór sprunga kom á 300 lítra fiskabúr. Fiskabúrinu hafði verið komið fyrir vegna kynningar á vörum sem unnar eru úr ensímum þorska. Með skjótum viðbrögðum tókst að bjarga þorskunum eftir að búrið sprakk. Vatn flæddi um gólf verslunarmiðstöðvarinnar en olli þó engum skaða.

Áætlað er að meira en sex þúsund manns hafi sótt sýninguna Heilsa og hamingja í Vetrargarðinum í Smáralind í gær og búist er við öðrum eins fjölda í dag. Á sýningunni getur almenningur hitt sérfræðinga um bætta líkamlega og andlega heilsu, fengið góð ráð og kynnt sér vörur og þjónustu. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og hún er fyrir alla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert