Fjárhúsgólf hrundi

mbl.is/Árni Torfason

Fimm kind­ur dráp­ust þegar gólf hrundi í fjár­húsi á bæn­um Fagra­neskoti í Aðal­dal um há­deg­is­bil í dag. Talið er að sperra und­ir gólf­inu hafi gefið sig og féllu um 90 kind­ur niður um 3-4 metra.

Í fjár­hús­inu, sem var byggt fyr­ir þrjá­tíu árum, eru fjór­ar krær. Gólfið hrundi und­ir tveim­ur þeirra.

Ótt­ast er að fleiri drep­ist vegna áverka sem þær hlutu þegar kem­ur að sauðburði, en stutt er í hann.

Bæði lög­regla og björg­un­ar­sveit­in á Laug­um voru kallaðar til og aðstoðuðu við að laga til í nokkr­ar klukku­stund­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert