Grjót féll á bíl

Grjótið sem féll á bílinn.
Grjótið sem féll á bílinn. mbl.is/lögreglan

Stórt grjót féll á bíl und­ir Ólafs­víkurenni í nótt. Grjótið lenti á hægra fram­hjóli bíls­ins, braut felg­una og eyðilagði dekkið. „Þetta var skelfi­legt,“ sagði Guðbjörn Ásgeirs­son, sem ók bíln­um.

Óhappið átti sér stað um kl. 1:30 í nótt. Bíll­inn sem fékk stein­inn á sig er stór am­er­ísk­ur pall­bíll. „Ég sá stein­inn ekki koma og það var eng­in leið að verj­ast þessu. Það kostnaði tals­verð átök að halda bíln­um á veg­in­um. Hann kastaðist til og fór yfir á hinn veg­ar­helm­ing­inn,“ sagði Guðbjörn.

Stór gryfja er við veg­inn sem á að taka við grjóti sem fell­ur úr hlíðinni. Guðbjörn sagði að steinn­inn hefði farið í gryfj­una og skoppað síðan upp á veg­inn á bíl­inn. Hann seg­ist ekki mega til þess hugsa hefði steinn­inn lent á miðjum bíln­um. „Það má kannski segja að maður hafi verið hepp­inn í óheppn­inni.“

Arn­ar G. Magnús­son, lög­reglumaður í Ólafs­vík, sagði að tveir karl­menn hefðu náð að velta stein­in­um af veg­in­um en talið er að hann hafi verið nærri 300 kíló. Hann sagði al­gengt að möl og smærri stein­ar kæmu niður hlíðina, en ekki væri al­gengt að svona stór steinn félli á veg­inn. Nokk­urt bil er frá hlíðinni og að veg­in­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um veg­far­anda féll eitt­hvað af smá­stein­um niður hlíðina í nótt eft­ir að óhappið átti sér stað. Arn­ar sagði að leys­ing­ar væru á Snæ­fellsnesi og við þær aðstæður skapaðist hætta á grjót­hruni í Ólafs­víkurenni og und­ir Bú­lands­höfða. Vega­gerðinni var til­kynnt um óhappið.

Dekkið er illa farið eftir steininn.
Dekkið er illa farið eft­ir stein­inn. mbl.is/​lög­regl­an
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert