Icesave-hópar stækka ört

Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi um ríkisábyrgð vegna Icesave.
Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi um ríkisábyrgð vegna Icesave.

Ices­a­ve-málið er mikið rætt á sam­skipta­vefn­um Face­book þessa dag­ana. Nú hafa fjög­ur þúsund og eitt hundrað manns gengið í hóp­inn „Ég segi nei við Ices­a­ve“ á Face­book og rúm­lega tólf hundruð hafa gengið í hóp­inn „Áfram“ á sama vef, en sá hóp­ur mæl­ir með samþykkt Ices­a­ve-samn­ings­ins.

Vef­ur Nei-hóps­ins var stofnaður fyr­ir tíu dög­um síðan, en Áfram-hóps­ins tveim­ur dög­um síðar. Á báðum vefsíðum má finna fjör­leg­ar umræður um kosti og galla Ices­a­ve-samn­ings­ins. Gengið verður til þjóðar­at­kvæðagreiðslu þann 9. apríl næst­kom­andi.

Vef­ur hóps­ins „Ég segi nei við Ices­a­ve“ á Face­book

Vef­ur hóps­ins „Áfram“ á Face­book

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert