Margt sem tefur álver

Árni Sigfússon bæjarstjóri
Árni Sigfússon bæjarstjóri

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að erfiðari fjármögnun í kreppu, óljós skilaboð ríkisstjórnar um þjóðnýtingaráform og vilja til uppbyggingar álvers, tafir í virkjanaleyfi sem ríkistofnun á að veita, hægfara viðræður við sveitarfélögin um orkuvinnslusvæði og ágreiningur um samningsatriði á milli orkufyrirtækjanna og Norðuráls hafi tafið uppbyggingu álvers í Helguvík.

Þetta segir hann í aðsendri grein á vef Víkurfrétta. „Hugmyndir um að Landsvirkjun leysi úr fjárhagsvanda Orkuveitunnar í Reykjavík með því að taka yfir virkjanir sem ætlað er í orku fyrir álverið í Helguvík eru mjög af hinu góða. En þær leysa ekki skort á virkjanaleyfi á Reykjanesi eða nauðsynlega samninga um virkjanaheimildir í Eldvörpum og Krísuvík. Þær leysa heldur ekki ágreining um samningsatriði milli HS orku og Norðuráls. Það verða núverandi eigendur fyrirtækjanna að gera sjálfir. Ég fullyrði að þeir skynja allir mjög vel hina félagslegu ábyrgð sem fylgir því að ljúka þessu verkefni,“ segir Árni.

Grein Árna í Víkurfréttum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert