Brotist var inn á verkstæði í Garðabæ og stolið þaðan um 100 þúsund krónum úr peningakassa. Tilkynnt var um innbrotið um eftir hádegið í dag, en talið er að þjófur hafi verið þarna á ferð í nótt. Rótað var inni á verkstæðinu en ekki er talið að hann hafi tekið fleira.
Talið er að þjófurinn hafi farið gegnum glugga á bakhlið hússins. Málið er í rannsókn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag líka tilkynningu um innbrot í bíl í Mosfellsbæ. GPS-staðsetningartæki var stolið úr bílnum. Þá fékk lögregla tilkynningu um innbrot í sumarbústað við Úlfarsfell.