Uppselt á allar sýningar

Bændur í Hörgárbyggð hafa slegið í gegn með leikritið Með …
Bændur í Hörgárbyggð hafa slegið í gegn með leikritið Með fullri reisn.

„Þetta er búið að vera algjört ævintýri,“ segir Sigríður Svavarsdóttir, hjá Leikfélagi Hörgárbyggðar, en uppselt hefur verið á allar sýningar félagsins á leikritinu Með fullri reisn. Bætt hefur verið við aukasýningum, en þegar er uppselt á allar sýningar fram yfir páska.

Leikritið er eftir Terrence McNally og þýtt af Karli Ágústi Úlfssyni. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson og hefur hann, ásamt leikhópnum staðfært verkið heim í sveitina. Verkið fjallar um bændur og landbúnaðinn og hvernig þrengingar í greininni og í ferðaþjónustu rekur þá til aðgerða.

Upphaflega var áformað að sýna leikritið á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum, en Sigríður sagði að bætt hefði verið við sýningum til að mæta aðsókninni. Hún sagði að síðasta sýning væri áformuð 7. maí. „Þá eru vorverk byrjuð í sveitum, sauðburður og fleira, og menn hafa ekki tíma til að standa í þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert