Uppselt á allar sýningar

Bændur í Hörgárbyggð hafa slegið í gegn með leikritið Með …
Bændur í Hörgárbyggð hafa slegið í gegn með leikritið Með fullri reisn.

„Þetta er búið að vera al­gjört æv­in­týri,“ seg­ir Sig­ríður Svavars­dótt­ir, hjá Leik­fé­lagi Hörgár­byggðar, en upp­selt hef­ur verið á all­ar sýn­ing­ar fé­lags­ins á leik­rit­inu Með fullri reisn. Bætt hef­ur verið við auka­sýn­ing­um, en þegar er upp­selt á all­ar sýn­ing­ar fram yfir páska.

Leik­ritið er eft­ir Ter­rence McNally og þýtt af Karli Ágústi Úlfs­syni. Leik­stjóri er Jón Gunn­ar Þórðar­son og hef­ur hann, ásamt leik­hópn­um staðfært verkið heim í sveit­ina. Verkið fjall­ar um bænd­ur og land­búnaðinn og hvernig þreng­ing­ar í grein­inni og í ferðaþjón­ustu rek­ur þá til aðgerða.

Upp­haf­lega var áformað að sýna leik­ritið á fimmtu­dags-, föstu­dags- og laug­ar­dags­kvöld­um, en Sig­ríður sagði að bætt hefði verið við sýn­ing­um til að mæta aðsókn­inni. Hún sagði að síðasta sýn­ing væri áformuð 7. maí. „Þá eru vor­verk byrjuð í sveit­um, sauðburður og fleira, og menn hafa ekki tíma til að standa í þessu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert