Útskrifaður af gjörgæsludeild

Aðeins stefnið stóð upp úr þegar bátsverjum var bjargað.
Aðeins stefnið stóð upp úr þegar bátsverjum var bjargað. mbl.is/Ágúst Bjarmi Símonarson

Maðurinn sem lagður var inn á sjúkrahús í gær eftir að bátur hans sökk norður af Akurey hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Maðurinn náði ekki að klæða sig í flotgalla áður en hann fór í sjóinn, en hann fór í gallann meðan hann var í sjónum.

Maðurinn var orðinn mjög kaldur þegar björgunarsveitarmenn frá Ársæli á Seltjarnarnesi björguðu honum. Honum varð hins vegar ekki meint af volkinu. Félagi hans á bátnum náði að klæða sig í flotgalla áður en báturinn sökk og var ástand hans því mun betra þegar honum var bjargað. Talið er að mennirnir hafi verið 15-20 mínútur í sjónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert