Alls hafa 17 af þeim 25 sem kjörnir voru á stjórnlagaþing í
nóvember þegið sæti í stjórnlagaráði, að því er RÚV greinir frá. Frestur þeirra til að svara
rennur út á morgun. Stefnt er að því að ráðið hefji störf snemma í apríl.
Að sögn RÚV hafa eftirtaldir ákveðið að þiggja sæti í stjórnlagaráð:: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Erlingur Sigurðarsons, Gísli Tryggvason, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Ragnarsson, Pawel Bartosek, Pétur Gunnlaugsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
Þá segir að Inga Lind Karlsdóttir sé sú eina af þessum 25 sem hafi gefið út
að hún þiggi ekki sæti.