Íslenska skildingabréfið, sem fór á uppboð hjá sænska uppboðshúsinu Postiljonen í Malmö á dögunum, seldist fyrir ríflega 5 milljónir íslenskra króna.
Bréfið, sem er frá árinu 1874, ber skildingafrímerki á umslaginu sem stílað er á Einar Hálfdánarson, snikkara á Hvítanesi í Ísafjarðarsýslu. „Þetta er ótrúlega hátt verð,“ segir Magni R. Magnússon safnari í frétt um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Bréfið var metið á 20.000 evrur en seldist á 27.000 evrur með 20% álagningu.