Áætlun um fjármögnun OR rædd

Áætl­un um fjár­mögn­un Orku­veitu Reykja­vík­ur verður kynnt á stjórn­ar­fundi fyr­ir­tæk­is­ins á morg­un. Fram kom í frétt­um Útvarps­ins, að borg­ar­yf­ir­völd hafi rætt mögu­leika á því að leggja Orku­veit­unni til millj­arða króna úr sér­stök­um sjóði, til að styrkja rekst­ur­inn.

Borg­ar­ráð ræddi málið á auka­fundi í dag.  Fram hef­ur komið, að ekki er út­lit fyr­ir að fyr­ir­tæk­inu gangi vel að fjár­magna sig á er­lend­um mörkuðum. Nor­ræni fjár­fest­ing­ar­bank­inn tel­ur þannig ekki koma til greina að veita Orku­veitu Reykja­vík­ur lán miðað við nú­ver­andi láns­hæf­is­mat­s­eink­un fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert