Fólk sé á varðbergi

mbl.is/Þorkell

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir, ekki síst í íbúðahverfum. Hún segir að innbrot á heimili eigi sér oft stað að degi til og þá geti upplýsingar, t.d. frá nágrönnum, ráðið miklu.

Hún segir að það sem fólki kunni að finnast lítilfjörlegt geti orðið til þess að upplýsa mál. T.d. lýsing á mönnum og bifreiðum. Lögreglan segir að það sé gott að skrifa slíkt hjá sér ef fólk taki eftir einhverju óvenjulegu í sínu nánasta umhverfi. Sama gildi um bílnúmer en slíkar upplýsingar geti komið lögreglu á sporið.

Innbrotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en þeir láti til skarar skríða og því sé mikilvægt að hafa þessi atriði í huga.

Segir lögreglana að það sé betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessi tagi en einu sinni of sjaldan. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert