Mörg hundruð milljóna meiri kostnaður

Hafnarfjörður metur óbyggðar lóðir á Völlunum á tæpa 10 milljarða …
Hafnarfjörður metur óbyggðar lóðir á Völlunum á tæpa 10 milljarða króna.Sveitarfélagið kannar nú möguleika á sölu lóða á svæðinu. mbl.is/Ómar

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar munu funda með fulltrúum hins þýska Depfabank í þessari viku vegna 9,3 milljarða skuldar sveitarfélagsins. Um er að ræða tvö lán á gjalddaga á þessu og næsta ári, en ríflega 4,2 milljarðar króna eru á gjalddaga 7. apríl næstkomandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að sveitarfélagið eigi ekki nærri því nægt handbært fé til að mæta þeim gjalddaga og þarf því annaðhvort að sækja sér fé á markað fyrir þann tíma eða semja við Depfabank um frestun á uppgjöri skuldarinnar.

Reykjanesbær samdi á dögunum við Depfabank um tveggja ára greiðslufrest á 1,8 milljarða króna láni sem gjaldféll í ágúst síðastliðnum. Sú skilmálabreyting fylgdi þó að vextir á láni Reykjanesbæjar hækka upp í 7%. Vextir á lánum Hafnarfjarðarbæjar hjá Depfabank, sem eru breytilegir, liggja á bilinu 0,6-1,3%.

Í nýlegri skýrslu Capacent um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að árlegar vaxtagreiðslur sveitarfélagsins af lánunum frá Depfabank séu um 85 milljónir króna, miðað við stöðuna í febrúar síðastliðnum. Færi svo að Hafnarfjarðarbær endurfjármagnaði þau lán á 5% verðtryggðum vöxtum, líkt og Kópavogur gerði fyrir skömmu, myndi árlegur vaxtakostnaður hækka upp í tæplega 470 milljónir króna. Sama upphæð dugar jafnframt til að reka 4-5 leikskóla í Hafnarfirði.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert