Icesave-vefur opnaður

Kynn­ing­ar­vef­ur Laga­stofn­un­ar vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar 9. apríl hef­ur verið opnaður á vef­slóðinni thjod­ar­at­kvaedi.is.
 
Unnið er að því að þýða efni vefs­ins á ensku og sömu­leiðis verður sett þar upp vél til að túlka text­ann á tákn­máli. Þess­um verk­efn­um verður lokið í síðasta lagi á miðviku­dag­inn kem­ur, 30. mars.

Prentuðum kynn­ing­ar­bæk­lingi Laga­stofn­un­ar verður síðan dreift inn á hvert heim­ili lands­ins mánu­dag­inn 4. apríl og þriðju­dag­inn 5. apríl.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert