Icesave-vefur opnaður

Kynningarvefur Lagastofnunar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl hefur verið opnaður á vefslóðinni thjodaratkvaedi.is.
 
Unnið er að því að þýða efni vefsins á ensku og sömuleiðis verður sett þar upp vél til að túlka textann á táknmáli. Þessum verkefnum verður lokið í síðasta lagi á miðvikudaginn kemur, 30. mars.

Prentuðum kynningarbæklingi Lagastofnunar verður síðan dreift inn á hvert heimili landsins mánudaginn 4. apríl og þriðjudaginn 5. apríl.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka