Olíumengun úr Goðafossi skaðar fuglalíf

Goðafoss dreginn af strandstað. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.
Goðafoss dreginn af strandstað. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.

Norðmenn segja olíumengun úr Goðafossi vera að skaða fuglaríkið á friðarsvæðinu Grønningen hjá Lillesand. Goðafoss strandaði við Hvaler þann sautjánda febrúar síðastliðinn.

Grønningen er í þrjátíu mílna fjarlægð frá strandstað Goðafoss. Aftenposten greinir frá þessu í dag.

„Ástandið er nokkurn veginn undir stjórn en við óttumst aðstæðurnar fyrir sjófuglana,“ segir Halvard Olsen, sem starfar hjá bæjarfélagi Lillesand. Hann segir að þessa dagana sé reynt að lágmarka skaðann.

Frétt Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert